Komið þið sæl á ný.

Ég er eitthvað hressari í dag heldur en seinustu daga. Prufaði að fara í Bowen tíma á sunnudaginn var og satt best að segja var ég ótrúlega slappur eftir þennan tíma. Líklega uppsöfnuð þreyta og svo sálræn von um það að Bowen hafi verið að vinna sitt verk. Ekki má rugla þessu við bowell sem er annar "vöðvi".

Á morgun förum við í hinn margfræga Matarklúpp og leikur grunur á að skandinavískir réttir verði bornir á borð á heimil þeirra hjóna á holtinu háa í Keflavík. Maður er orðinn svo fær í að lesa í fólk.

Heimasíðan mín fer vonandi að fara í loftið og mun ég tengja bloggið þar inn. Einnig er stefnan að hafa mynda "section" og fleira skemmtilegt.

Jæja, aftur í skotgrafirnar. Þúsund tölvupóstar á færibandinu þokast nær...

Ummæli

Vinsælar færslur